Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist 28. janúar 2007 19:45 Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það." Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Jón Baldvin fór mikinn í Silfri Egils í dag. Hann ræddi meðal annars um krónuna - verðtryggingarkrónuna - sem væri í raun og veru ekki til. Himinhátt verðlag vegna ofurtolla sem hjálpaði fákeppni í landinu. "Ofurtollarnir á Íslandi eru til þess að koma í veg fyrir viðskipti. Þeir eru svo himinháir að það breytir engu þótt þeir séu lækkaðir eitthvað." Hann velti því upp hvort menn teldur það lífsgilda að vera komnir 100 ár aftur í tímann í vinnuþrælkun. "Atvinnuþátttaka og vinnutími beggja til að sjá fyrir fjölskyldu, þetta er það sama og er að gerast í Ameríku. Við erum að sumu leyti að verða eins og skrípamynd af amerískum kapítalisma." Og þar með fjarlægjast hið norræna velferðarmódel. Talið barst líka að vaxtamuni - sem hefur aukist eftir að bankarnir voru einkavæddir. Var 2,5 prósent á viðreisnaráratugnum en er kominn í þrettán prósent. Ef rökin fyrir einkavæðingu voru að ríkið kynni ekki að fara með fé og bankastjórar væru pólitískir þá hefur einkavæðing bankanna gjörsamlega mistekist, segir Jón Baldvin. "Út frá sjónarmiði harðrar hagfræði og hagkvæmni, hagsmunum neytenda. Það ætti bara að þjóðnýta þá aftur." Hann gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði allt benda til að Samfylkingunni sé að mistakast ætlunarverk sitt - að vera valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. "Ef Samfylkingin ætlar að klúðra sínum málum þá er mikil alvara í því. Það er fólk hérna sem bara líður það ekki. Það er óbærileg tilhugsun að hafa þessa sömu ríkisstjórn hérna áfram. Og ef það þarf að stofna nýja hreyfingu sem fókuserar á aðalatriðin og býður upp á menn sem vekja traust en ekki málfundaæfingar í málþófi - nú, þá bara gera menn það."
Fréttir Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira