Jóhannes í Bónus ósáttur með ritstjóra Morgunblaðsins 6. nóvember 2007 15:21 Jóhannes Jónsson undrast vinnubrögð ritstjóra Morgunblaðsins Jóhannes Jónsson hefur sent frá sér grein þar sem hann undrast vinnubrögð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar? Spyr Jóhannes og heldur því einnig fram að fréttamat Morgunblaðsins ráðist af persónulegri óvild ritstjórans. Greinina í heild sinni má sjá hér að neðan: „-Sinnaskipti ritstjórans Í grein eftir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann birti undir nafni í Morgunblaðinu 25. september 2005, sagði: ,,Fyrir nokkrum árum fékk ég munnlegar upplýsingar, sem bentu til að um skipulagt verðsamráð væri að ræða á milli olíufélaganna. Ég benti viðmælendum mínum á að við gætum ekki borið fram slíkar ásakanir á grundvelli nafnlausra heimilda. Við yrðum að fá að sjá gögn. Mér voru sýnd (en fékk ekki að snerta!) tölvupóstssamskipti á milli starfsmanna olíufélaganna. Þegar ég spurði hvort við gætum fengið gögnin í hendur var svarið neitandi. Nokkrum mánuðum síðar sá ég af málatilbúnaði Samkeppnisstofnunar í hvaða farveg málið hafði farið." Nú brá svo við að sl. laugardag birtist í Morgunblaðinu nafnlaust bréf. Bréfið átti að varpa ljósi á meint samráð á matvörumarkaðnum hér á landi. Fyrirsögn fréttarinnar var: ,,Allsherjarsamráð" Í tilefni þessarar birtingar sagði Morgunblaðið: ,,Meginregla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu - í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:" Af þessu er augljóst að ritstjóri Morgunblaðsins hefur tvöfalt siðferði. Samráð olíufélaganna varðaði greinilega ekki almannahagsmuni að hans mati. Athyglisvert er að þegar um matvörumarkaðinn er að ræða virðist duga til birtingar á alvarlegum ásökunum að senda nafnlausan tölvupóst til Styrmis Gunnarssonar. Hví skyldi það vera? Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar. Hver svo sem skýringin er verður ekki fram hjá því horft að fréttamat Morgunblaðsins ræðst greinilega af persónulegri óvild ritstjórans. Skyldi það vera skýring á hnignun Morgunblaðsins í samfélaginu. Merkileg sinnaskipti þar. Jóhannes Jónsson Höfundur er stofnandi Bónus“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Jóhannes Jónsson hefur sent frá sér grein þar sem hann undrast vinnubrögð Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar? Spyr Jóhannes og heldur því einnig fram að fréttamat Morgunblaðsins ráðist af persónulegri óvild ritstjórans. Greinina í heild sinni má sjá hér að neðan: „-Sinnaskipti ritstjórans Í grein eftir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann birti undir nafni í Morgunblaðinu 25. september 2005, sagði: ,,Fyrir nokkrum árum fékk ég munnlegar upplýsingar, sem bentu til að um skipulagt verðsamráð væri að ræða á milli olíufélaganna. Ég benti viðmælendum mínum á að við gætum ekki borið fram slíkar ásakanir á grundvelli nafnlausra heimilda. Við yrðum að fá að sjá gögn. Mér voru sýnd (en fékk ekki að snerta!) tölvupóstssamskipti á milli starfsmanna olíufélaganna. Þegar ég spurði hvort við gætum fengið gögnin í hendur var svarið neitandi. Nokkrum mánuðum síðar sá ég af málatilbúnaði Samkeppnisstofnunar í hvaða farveg málið hafði farið." Nú brá svo við að sl. laugardag birtist í Morgunblaðinu nafnlaust bréf. Bréfið átti að varpa ljósi á meint samráð á matvörumarkaðnum hér á landi. Fyrirsögn fréttarinnar var: ,,Allsherjarsamráð" Í tilefni þessarar birtingar sagði Morgunblaðið: ,,Meginregla Morgunblaðsins hefur verið að birta ekki nafnlaus bréf nema eftir að hafa fengið vitneskju um hver bréfritari er. Í þessu tilfelli þykir hins vegar ástæða til að gera undantekningu - í ljósi almannahagsmuna enda fer vart milli mála að bréfritari hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hvernig hagar til að á matvörumarkaðinum. Bréfið sem barst í tölvupósti frá einhverjum sem kýs að kalla sig Jón Jónsson:" Af þessu er augljóst að ritstjóri Morgunblaðsins hefur tvöfalt siðferði. Samráð olíufélaganna varðaði greinilega ekki almannahagsmuni að hans mati. Athyglisvert er að þegar um matvörumarkaðinn er að ræða virðist duga til birtingar á alvarlegum ásökunum að senda nafnlausan tölvupóst til Styrmis Gunnarssonar. Hví skyldi það vera? Skyldi þetta vera enn ein ofsóknin af hálfu ritstjórans í garð fyrirtækja fjölskyldu minnar. Hver svo sem skýringin er verður ekki fram hjá því horft að fréttamat Morgunblaðsins ræðst greinilega af persónulegri óvild ritstjórans. Skyldi það vera skýring á hnignun Morgunblaðsins í samfélaginu. Merkileg sinnaskipti þar. Jóhannes Jónsson Höfundur er stofnandi Bónus“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira