Krafturinn á Klais í kvöld 15. ágúst 2007 05:45 Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þeir sem til þekkja segja að Klais-orgelið í Hallgrímskirkju sé Rolls í heimi kirkjuorgela. Svo mikið er víst að Kirkjulistahátíð lofar flugeldasýningu í kirkjuskipinu á Skólavörðuholti í kvöld þegar breski orgelleikarinn Christopher Herrick flytur glæsileg verk á gripinn. Á verkaskránni eru verk eftir Brahms, Farrington, Vierne, Buxtehude, Mozart og fleiri undir yfirskriftinni Orgelflugeldar. Þetta er í fimmta sinn sem Christopher Herrick kemur fram hér í Hallgrímskirkju og er það enn ein staðfestingin á því að alþjóðlegir organistar sækjast eftir að leika á Klais-orgelið í kirkjunni. Herrick hefur spilað inn á tíu diska í útgáfuröðinni „Organ Fireworks" þar sem hann leikur á þekkt orgel víðs vegar um heiminn og hafa þeir hlotið frábærar móttökur hjá gagnrýnendum, Einn þeirra, sá sjöundi, var tekinn upp í Hallgrímskirkju. Christopher Herrick hóf tónlistarferil sinn sem kórdrengur í St. Paul's dómkirkjunni í Lundúnum. Að loknu námi var honum boðin staða sem aðstoðarorganisti við sömu kirkju. Eftir að hafa starfað þar í sjö ár var hann í tíu ár aðstoðarorganisti við Westminster Abbey. Á þeim tíma hélt hann yfir tvö hundruð tónleika auk skyldustarfa sinna við kirkjuna. Frá 1984 hefur Christopher Herrick starfað sem konsertorgelleikari í tónleikasölum og kirkjum víðs vegar um Evrópu, Norður-Ameríku og í Eyjaálfu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira