Sgt. Pepper fertug 1. júní 2007 08:45 Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar. Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira