Lordi lék við hvern sinn fingur í Cannes 22. maí 2007 10:00 Ingvar og Júlíus Kemp ásamt Lordi eftir tónleikana í Cannes. „Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta gengur mjög vel, vægast sagt,“ segir Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands en hann ásamt samstarfsfélaga sínum Júlíusi Kemp eru nú í fullum gangi við að kynna hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Framleiðendurnir stóðu fyrir stórum tónleikum á laugardaginn þar sem Lordi lék fyrir dansi og segir Ingvar að góð stemning hafi myndast hjá stjörnunum í sólinni. „Við vorum náttúrlega að keppa við U2,“ útskýrir Ingvar en írsku rokkrisarnir voru að kynna tónleikamynd í þrívídd sem hefur fengið gríðarlega góða dóma í heimspressunni. „Við skiptum áhuga fjölmiðla bróðurlega á milli okkar. Þeir voru reyndar aðeins á undan okkur og það hjálpaði okkur við að fá athygli heimspressunnar,“ bætir Ingvar við og segir að hljómsveitin fái mikla athygli. „Þeir eru reyndar ekki öfundsverðir af því að ganga um í þessum búningum í tuttugu stiga hita,“ segir Ingvar. Tökum á myndinni hefur verið frestað nokkrum sinnum að undanförnu en Ingvar segir að nú sé loks búin að negla niður tökudaga sem verða í lok þessa mánaðar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu hafa tveir íslenskir leikarar komið sterklega til greina í stór hlutverk í myndina, þau Theódór Júlíusson og Brynhildur Guðjónsdóttir en Ingvar segir að allt útlit fyrir að engin Íslendingur fái hlutverk. „Því miður lítur þetta þannig út,“ útskýrir Ingvar. Íslenskt tæknifólk leikur hins vegar þeim mun stærra hlutverk í undirbúningsvinnunni og við gerð myndarinnar og hafa þeir verið að vinna hörðum höndum að því að byggja ógnarstórt sett í Finnlandi. Þá verður Ásta Hafþórsdóttir einn helsti förðunarsérfræðingurinn í myndinni og hefur komið að hönnun búninga fyrir myndina sem verða fjölmargir og flóknir.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög