Af reynsluheimi rauðhærðra 22. maí 2007 10:00 Nína Gautadóttir myndlistarmaður „Margar höfðu upplifað eitthvað sérstakt tengt þessum háralit sínum í æsku, sumum hafði verið strítt en aðrar fengið mikið hrós fyrir litinn. Flestar höfðu í það minnsta upplifað að vera dálítið öðruvísi.“ MYND/Hörður Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni. Nína hefur haldið til haga myndum af rauðhærðum kynsystrum sínum síðan árið 1988 en hún deilir þessu fagra litbrigði með þeim. „Ég bjó lengi í París og það vildi svo til að þar var stofnað félag rauðhærðra kvenna. Við vorum þrjá íslenskar og rauðhærðar konur sem fórum á fund hjá því félagi að gamni. Okkur fannst þetta mjög merkilegt því rauðhært fólk er ekki áberandi úti á götum í Frakklandi og ótrúlega gaman að sjá svona marga saman," útskýrir Nína. Í framhaldinu fór hún að gefa því auga hversu algengt mótíf rauðhærðar konur eru í myndlist. „Ég fer mikið á sýningar og söfn og fór að taka eftir því hvað það eru margar rauðhærðar konur í myndlist, ekki karlmenn - rauðhærðir karlmenn eru ekki áberandi nema stundum er Jesús hafður rauðhærður." Nína fór að viða að sér kortum og myndum af þessum konum og árin liðu en þegar hún stóð í flutningum í hitteðfyrra kom upp úr dúrnum að rauðkurnar fylltu stóran pappakassa. „Ég fór að skoða safnið og skanna það inn í tölvu en þetta eru á þriðja þúsund myndir, alls konar myndlist, teikningar, auglýsingar, málverk og frá öllum tímum. Meira að segja Egyptar og Grikkir voru með rauðhærðar konur á sínum myndverkum." Auk myndanna sem Nína varpar á vegginn hefur hún valið nokkrar myndir, látið prenta á mismunandi grunna og bróderað með örfínum koparvír í hár þeirra. Minnugar félagsskaparins franska tóku Nína og fleiri drífandi konur sig til og stofnuðu Samtök rauðhærðra kvenna þegar sýningin var opnuð. „Það eru náttúrlega hlutfallslega fleiri rauðhærðir hér en í Frakklandi og okkur datt í hug að það væri gaman að hóa þeim saman. Þetta fréttist ágætlega og það komu um fimmtíu konur á opnunina sem ekki þekktust mikið sín á milli. Þetta var alveg ægilega gaman, það var mikið hlegið," segir Nína. Þessar stallsystur höfðu margt að ræða um sameiginlegan reynsluheim rauðhærðra. „Margar höfðu upplifað eitthvað sérstakt tengt þessum háralit sínum í æsku, sumum hafði verið strítt en aðrar fengið mikið hrós fyrir litinn. Flestar höfðu í það minnsta upplifað að vera dálítið öðruvísi." Rauðhærðir hafa mátt sæta ýmsum fordómum og aðkasti í gegnum árin, rauðhærðar konu orðaðar við kukl og galdra og rauðhærðir strákar verið stimplaðir illkvittin hrekkjusvín. Sjálf segist Nína einnig hafa fundið töluvert fyrir sínum háralit. „Já, maður fann alltaf að maður er ekki alveg eins og hinir," segir hún og áréttar að nú sé rauði liturinn ef til vill í útrýmingarhættu. „Ég hef heyrt að rauðhærðum og ljóshærðum sé að fækka vegna aukinna fólksflutninga og blöndunar því að genin sem ráða þeim háralit eru víkjandi. Við erum því minnihlutahópur í útrýmingarhættu," segir hún sposk. Þrátt fyrir kjörið tækifæri létu fáir rauðhærðir karlar sjá sig á stofnfundi félagsins en þeir eru þó velkomnir að sögn Nínu. Stefnt er að því að félagsskapurinn hittist að nýju með haustinu og taki sér sitthvað fleira skemmtilegt fyrir hendur. Þangað til geta rauðhærðir og aðrir áhugasamir litið við á Ásvallagötu 59. Sýning Nínu er opin þriðjudaga til sunnudaga milli kl. 14-18 og stendur til 27. maí. Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira
Myndlistarkonan Nína Gautadóttir gerir rauðhærðum konum skil á forvitnilegri sýningu sem var nýverið opnuð í vesturbæ Reykjavíkur. Myndum af tæplega þrjú þúsund rauðhærðum konum er varpað á vegg á Ásvallagötunni. Nína hefur haldið til haga myndum af rauðhærðum kynsystrum sínum síðan árið 1988 en hún deilir þessu fagra litbrigði með þeim. „Ég bjó lengi í París og það vildi svo til að þar var stofnað félag rauðhærðra kvenna. Við vorum þrjá íslenskar og rauðhærðar konur sem fórum á fund hjá því félagi að gamni. Okkur fannst þetta mjög merkilegt því rauðhært fólk er ekki áberandi úti á götum í Frakklandi og ótrúlega gaman að sjá svona marga saman," útskýrir Nína. Í framhaldinu fór hún að gefa því auga hversu algengt mótíf rauðhærðar konur eru í myndlist. „Ég fer mikið á sýningar og söfn og fór að taka eftir því hvað það eru margar rauðhærðar konur í myndlist, ekki karlmenn - rauðhærðir karlmenn eru ekki áberandi nema stundum er Jesús hafður rauðhærður." Nína fór að viða að sér kortum og myndum af þessum konum og árin liðu en þegar hún stóð í flutningum í hitteðfyrra kom upp úr dúrnum að rauðkurnar fylltu stóran pappakassa. „Ég fór að skoða safnið og skanna það inn í tölvu en þetta eru á þriðja þúsund myndir, alls konar myndlist, teikningar, auglýsingar, málverk og frá öllum tímum. Meira að segja Egyptar og Grikkir voru með rauðhærðar konur á sínum myndverkum." Auk myndanna sem Nína varpar á vegginn hefur hún valið nokkrar myndir, látið prenta á mismunandi grunna og bróderað með örfínum koparvír í hár þeirra. Minnugar félagsskaparins franska tóku Nína og fleiri drífandi konur sig til og stofnuðu Samtök rauðhærðra kvenna þegar sýningin var opnuð. „Það eru náttúrlega hlutfallslega fleiri rauðhærðir hér en í Frakklandi og okkur datt í hug að það væri gaman að hóa þeim saman. Þetta fréttist ágætlega og það komu um fimmtíu konur á opnunina sem ekki þekktust mikið sín á milli. Þetta var alveg ægilega gaman, það var mikið hlegið," segir Nína. Þessar stallsystur höfðu margt að ræða um sameiginlegan reynsluheim rauðhærðra. „Margar höfðu upplifað eitthvað sérstakt tengt þessum háralit sínum í æsku, sumum hafði verið strítt en aðrar fengið mikið hrós fyrir litinn. Flestar höfðu í það minnsta upplifað að vera dálítið öðruvísi." Rauðhærðir hafa mátt sæta ýmsum fordómum og aðkasti í gegnum árin, rauðhærðar konu orðaðar við kukl og galdra og rauðhærðir strákar verið stimplaðir illkvittin hrekkjusvín. Sjálf segist Nína einnig hafa fundið töluvert fyrir sínum háralit. „Já, maður fann alltaf að maður er ekki alveg eins og hinir," segir hún og áréttar að nú sé rauði liturinn ef til vill í útrýmingarhættu. „Ég hef heyrt að rauðhærðum og ljóshærðum sé að fækka vegna aukinna fólksflutninga og blöndunar því að genin sem ráða þeim háralit eru víkjandi. Við erum því minnihlutahópur í útrýmingarhættu," segir hún sposk. Þrátt fyrir kjörið tækifæri létu fáir rauðhærðir karlar sjá sig á stofnfundi félagsins en þeir eru þó velkomnir að sögn Nínu. Stefnt er að því að félagsskapurinn hittist að nýju með haustinu og taki sér sitthvað fleira skemmtilegt fyrir hendur. Þangað til geta rauðhærðir og aðrir áhugasamir litið við á Ásvallagötu 59. Sýning Nínu er opin þriðjudaga til sunnudaga milli kl. 14-18 og stendur til 27. maí.
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Sjá meira