Íslenskir sjóræningjar opna blóðsuguvef með Næturvaktinni Breki Logason skrifar 20. nóvember 2007 12:06 Snæbjörn Steingrímsson segir það ekki koma sér á óvart að menn leiti nýrra leiða til þess að verða sér úti um ólöglegt efni á netinu. Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni. „Þetta kemur nú ekkert sérstaklega mikið á óvart. Við sáum að þeir sem höfðu verið á istorrent færðu sig margir hverjir yfir á vef sem hetiir piratebay sem þessi síða er að linka á," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís, Samtaka myndréttahafa á Íslandi. Vefsíðan www.istorrent.freeforums.org er svokallaður blóðsuguvefur að sögn Snæbjörns sem hýsir ekkert efni sjálfur en linkar á aðrar síður. Þeir sem þangað sækja efni eru því að ná efnið erlendis frá. Snæbjörn segir að þó menn séu að sækja efni erlendis frá sé það hreint ekki í lagi. „Við vissum að piratebay yrði vinsæll í kjölfar þess að istorrent var lokað. En eins og staðan er í dag eru þeir í opinberri rannsókn í Svíþjóð og það fellur dómur í því máli í janúar. Þannig að á meðan það er opinber rannsókn þar þá munum við ekkert aðhafast í þessu máli." Snæbjörn segir sænska ríkið hafa tapað máli gegn piratebay árið 2005 en nú seú þeir með annan vinkil og telur hann miklar líkur á því að þeir vinni málið nú í janúar. „Ef þeir vinna málið getum við krafist þess að fá upplýsingar um ip-töluna sem hlóð niður t.d Næturvaktinni og farið á eftir viðkomandi." Snæbjörn gerir sér grein fyrir að erfitt sé að berjast gegn sjóræninjunum í netheimum en hann segir að fólk verði að átta sig á afleiðingnum sem ólöglegt niðurhal getur haft í för með sér. „Fyrstu þættirnir af Næturvaktinni sem voru inn á torrent.is voru kannski að fara í 6500 eintökum. Ef við ætlum að fylgja því sem Noregur og Danmörku hafa verið að gera þá ertu með 6500 sinnum 500 kall, það er mikill peningur fyrir einhvern skólastrák," segir Snæbjörn og ítrekar að menn séu ábyrgir fyrir því efni sem þeir setja inn á síður af þessu tagi. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni. „Þetta kemur nú ekkert sérstaklega mikið á óvart. Við sáum að þeir sem höfðu verið á istorrent færðu sig margir hverjir yfir á vef sem hetiir piratebay sem þessi síða er að linka á," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís, Samtaka myndréttahafa á Íslandi. Vefsíðan www.istorrent.freeforums.org er svokallaður blóðsuguvefur að sögn Snæbjörns sem hýsir ekkert efni sjálfur en linkar á aðrar síður. Þeir sem þangað sækja efni eru því að ná efnið erlendis frá. Snæbjörn segir að þó menn séu að sækja efni erlendis frá sé það hreint ekki í lagi. „Við vissum að piratebay yrði vinsæll í kjölfar þess að istorrent var lokað. En eins og staðan er í dag eru þeir í opinberri rannsókn í Svíþjóð og það fellur dómur í því máli í janúar. Þannig að á meðan það er opinber rannsókn þar þá munum við ekkert aðhafast í þessu máli." Snæbjörn segir sænska ríkið hafa tapað máli gegn piratebay árið 2005 en nú seú þeir með annan vinkil og telur hann miklar líkur á því að þeir vinni málið nú í janúar. „Ef þeir vinna málið getum við krafist þess að fá upplýsingar um ip-töluna sem hlóð niður t.d Næturvaktinni og farið á eftir viðkomandi." Snæbjörn gerir sér grein fyrir að erfitt sé að berjast gegn sjóræninjunum í netheimum en hann segir að fólk verði að átta sig á afleiðingnum sem ólöglegt niðurhal getur haft í för með sér. „Fyrstu þættirnir af Næturvaktinni sem voru inn á torrent.is voru kannski að fara í 6500 eintökum. Ef við ætlum að fylgja því sem Noregur og Danmörku hafa verið að gera þá ertu með 6500 sinnum 500 kall, það er mikill peningur fyrir einhvern skólastrák," segir Snæbjörn og ítrekar að menn séu ábyrgir fyrir því efni sem þeir setja inn á síður af þessu tagi.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira