Íslenskir sjóræningjar opna blóðsuguvef með Næturvaktinni Breki Logason skrifar 20. nóvember 2007 12:06 Snæbjörn Steingrímsson segir það ekki koma sér á óvart að menn leiti nýrra leiða til þess að verða sér úti um ólöglegt efni á netinu. Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni. „Þetta kemur nú ekkert sérstaklega mikið á óvart. Við sáum að þeir sem höfðu verið á istorrent færðu sig margir hverjir yfir á vef sem hetiir piratebay sem þessi síða er að linka á," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís, Samtaka myndréttahafa á Íslandi. Vefsíðan www.istorrent.freeforums.org er svokallaður blóðsuguvefur að sögn Snæbjörns sem hýsir ekkert efni sjálfur en linkar á aðrar síður. Þeir sem þangað sækja efni eru því að ná efnið erlendis frá. Snæbjörn segir að þó menn séu að sækja efni erlendis frá sé það hreint ekki í lagi. „Við vissum að piratebay yrði vinsæll í kjölfar þess að istorrent var lokað. En eins og staðan er í dag eru þeir í opinberri rannsókn í Svíþjóð og það fellur dómur í því máli í janúar. Þannig að á meðan það er opinber rannsókn þar þá munum við ekkert aðhafast í þessu máli." Snæbjörn segir sænska ríkið hafa tapað máli gegn piratebay árið 2005 en nú seú þeir með annan vinkil og telur hann miklar líkur á því að þeir vinni málið nú í janúar. „Ef þeir vinna málið getum við krafist þess að fá upplýsingar um ip-töluna sem hlóð niður t.d Næturvaktinni og farið á eftir viðkomandi." Snæbjörn gerir sér grein fyrir að erfitt sé að berjast gegn sjóræninjunum í netheimum en hann segir að fólk verði að átta sig á afleiðingnum sem ólöglegt niðurhal getur haft í för með sér. „Fyrstu þættirnir af Næturvaktinni sem voru inn á torrent.is voru kannski að fara í 6500 eintökum. Ef við ætlum að fylgja því sem Noregur og Danmörku hafa verið að gera þá ertu með 6500 sinnum 500 kall, það er mikill peningur fyrir einhvern skólastrák," segir Snæbjörn og ítrekar að menn séu ábyrgir fyrir því efni sem þeir setja inn á síður af þessu tagi. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Í gær var vefsíðunni istorrent.is lokað en strax í morgun virðast menn hafa fundið nýjar leiðir til þess að ná sér í ólöglegt efni. Svokallaður blóðsuguvefur stofnaður af íslendingum bíður upp á þætti af Næturvaktinni. „Þetta kemur nú ekkert sérstaklega mikið á óvart. Við sáum að þeir sem höfðu verið á istorrent færðu sig margir hverjir yfir á vef sem hetiir piratebay sem þessi síða er að linka á," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdarstjóri Smáís, Samtaka myndréttahafa á Íslandi. Vefsíðan www.istorrent.freeforums.org er svokallaður blóðsuguvefur að sögn Snæbjörns sem hýsir ekkert efni sjálfur en linkar á aðrar síður. Þeir sem þangað sækja efni eru því að ná efnið erlendis frá. Snæbjörn segir að þó menn séu að sækja efni erlendis frá sé það hreint ekki í lagi. „Við vissum að piratebay yrði vinsæll í kjölfar þess að istorrent var lokað. En eins og staðan er í dag eru þeir í opinberri rannsókn í Svíþjóð og það fellur dómur í því máli í janúar. Þannig að á meðan það er opinber rannsókn þar þá munum við ekkert aðhafast í þessu máli." Snæbjörn segir sænska ríkið hafa tapað máli gegn piratebay árið 2005 en nú seú þeir með annan vinkil og telur hann miklar líkur á því að þeir vinni málið nú í janúar. „Ef þeir vinna málið getum við krafist þess að fá upplýsingar um ip-töluna sem hlóð niður t.d Næturvaktinni og farið á eftir viðkomandi." Snæbjörn gerir sér grein fyrir að erfitt sé að berjast gegn sjóræninjunum í netheimum en hann segir að fólk verði að átta sig á afleiðingnum sem ólöglegt niðurhal getur haft í för með sér. „Fyrstu þættirnir af Næturvaktinni sem voru inn á torrent.is voru kannski að fara í 6500 eintökum. Ef við ætlum að fylgja því sem Noregur og Danmörku hafa verið að gera þá ertu með 6500 sinnum 500 kall, það er mikill peningur fyrir einhvern skólastrák," segir Snæbjörn og ítrekar að menn séu ábyrgir fyrir því efni sem þeir setja inn á síður af þessu tagi.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira