Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað 2. nóvember 2007 02:00 Bjarni Ármannsson „Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum," segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar." Bjarni sagðist ekki geta sagt til um áhrif ákvörðunar borgarráðs á til dæmis samninga sem REI hefur gert um uppbyggingu erlendis fyrr en farið hefði verið nákvæmlega yfir málið. Sú viðskiptavild sem falin er í Orkuveitu Reykjavíkur, og þar með samningur til tuttugu ára um einkarétt REI á hugviti OR til útrásar, var metin á tíu milljarða króna við sameiningu REI og Geysis Green Energy (GGE). „Miðað við minn lestur á þeim upplýsingum sem ég hef séð virðist sem verulegum fjárhæðum sé varpað fyrir róða," segir Bjarni. Bjarni fjárfesti í REI og kom þar inn sem stjórnarformaður nokkru áður en sameining REI við GGE var ákveðin og útfærð. Hann vildi ekki tjá sig nánar um sína stöðu hjá fyrirtækinu, þau mál yrði að skoða eins og önnur. Sömu svör fengust þegar Bjarni var spurður hvort hann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum gengju samningarnir ekki eftir. Samningur um sameiningu GGE og REI er enn í fullu gildi, sem og þjónustusamningur til tuttugu ára við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir stjórn GGE í yfirlýsingu í gær, undirritaðri af Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group og stjórnarformanni GGE. „Stjórn Geysis Green Energy undrast niðurstöðu borgarráðs og bíður þess að fá fullnægjandi skýringar á ákvörðuninni og á hvaða forsendum borgarráð telur sig geta rift gerðum samningum," segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að það sé skilningur félagsins að gerðum samningum verði aðeins breytt með nýjum samningum eða ákvörðun dómara. Stjórn og hluthafar muni fara vandlega yfir málið á næstu dögum. Vísað er til þess í yfirlýsingunni að í svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns Alþingis lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn OR gerir gildi reglur einkaréttar og þar með að stjórn OR standi að þessum samningum en ekki borgarráð. Stjórnin óttast að ákvörðun borgarráðs geti sett stór verkefni í uppnám og að samningar sem gerðir hafi verið við erlenda samtarfsaðila geti verið í hættu. Auk þess geti ímynd íslenskra fyrirtækja á þessum vettvangi skaðast til frambúðar vegna ákvörðunarinnar. Þannig bendir stjórnin á það í yfirlýsingu sinni að „umtalsverð fjárhagsleg verðmæti" geti tapast fyrir hluthafa í REI, GGE og eigendur Orkuveitu Reykjavíkur. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira
„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum," segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar." Bjarni sagðist ekki geta sagt til um áhrif ákvörðunar borgarráðs á til dæmis samninga sem REI hefur gert um uppbyggingu erlendis fyrr en farið hefði verið nákvæmlega yfir málið. Sú viðskiptavild sem falin er í Orkuveitu Reykjavíkur, og þar með samningur til tuttugu ára um einkarétt REI á hugviti OR til útrásar, var metin á tíu milljarða króna við sameiningu REI og Geysis Green Energy (GGE). „Miðað við minn lestur á þeim upplýsingum sem ég hef séð virðist sem verulegum fjárhæðum sé varpað fyrir róða," segir Bjarni. Bjarni fjárfesti í REI og kom þar inn sem stjórnarformaður nokkru áður en sameining REI við GGE var ákveðin og útfærð. Hann vildi ekki tjá sig nánar um sína stöðu hjá fyrirtækinu, þau mál yrði að skoða eins og önnur. Sömu svör fengust þegar Bjarni var spurður hvort hann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum gengju samningarnir ekki eftir. Samningur um sameiningu GGE og REI er enn í fullu gildi, sem og þjónustusamningur til tuttugu ára við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir stjórn GGE í yfirlýsingu í gær, undirritaðri af Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group og stjórnarformanni GGE. „Stjórn Geysis Green Energy undrast niðurstöðu borgarráðs og bíður þess að fá fullnægjandi skýringar á ákvörðuninni og á hvaða forsendum borgarráð telur sig geta rift gerðum samningum," segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að það sé skilningur félagsins að gerðum samningum verði aðeins breytt með nýjum samningum eða ákvörðun dómara. Stjórn og hluthafar muni fara vandlega yfir málið á næstu dögum. Vísað er til þess í yfirlýsingunni að í svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns Alþingis lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn OR gerir gildi reglur einkaréttar og þar með að stjórn OR standi að þessum samningum en ekki borgarráð. Stjórnin óttast að ákvörðun borgarráðs geti sett stór verkefni í uppnám og að samningar sem gerðir hafi verið við erlenda samtarfsaðila geti verið í hættu. Auk þess geti ímynd íslenskra fyrirtækja á þessum vettvangi skaðast til frambúðar vegna ákvörðunarinnar. Þannig bendir stjórnin á það í yfirlýsingu sinni að „umtalsverð fjárhagsleg verðmæti" geti tapast fyrir hluthafa í REI, GGE og eigendur Orkuveitu Reykjavíkur.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Sjá meira