Fé kastað á glæ og orðsporið skaðað 2. nóvember 2007 02:00 Bjarni Ármannsson „Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum," segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar." Bjarni sagðist ekki geta sagt til um áhrif ákvörðunar borgarráðs á til dæmis samninga sem REI hefur gert um uppbyggingu erlendis fyrr en farið hefði verið nákvæmlega yfir málið. Sú viðskiptavild sem falin er í Orkuveitu Reykjavíkur, og þar með samningur til tuttugu ára um einkarétt REI á hugviti OR til útrásar, var metin á tíu milljarða króna við sameiningu REI og Geysis Green Energy (GGE). „Miðað við minn lestur á þeim upplýsingum sem ég hef séð virðist sem verulegum fjárhæðum sé varpað fyrir róða," segir Bjarni. Bjarni fjárfesti í REI og kom þar inn sem stjórnarformaður nokkru áður en sameining REI við GGE var ákveðin og útfærð. Hann vildi ekki tjá sig nánar um sína stöðu hjá fyrirtækinu, þau mál yrði að skoða eins og önnur. Sömu svör fengust þegar Bjarni var spurður hvort hann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum gengju samningarnir ekki eftir. Samningur um sameiningu GGE og REI er enn í fullu gildi, sem og þjónustusamningur til tuttugu ára við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir stjórn GGE í yfirlýsingu í gær, undirritaðri af Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group og stjórnarformanni GGE. „Stjórn Geysis Green Energy undrast niðurstöðu borgarráðs og bíður þess að fá fullnægjandi skýringar á ákvörðuninni og á hvaða forsendum borgarráð telur sig geta rift gerðum samningum," segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að það sé skilningur félagsins að gerðum samningum verði aðeins breytt með nýjum samningum eða ákvörðun dómara. Stjórn og hluthafar muni fara vandlega yfir málið á næstu dögum. Vísað er til þess í yfirlýsingunni að í svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns Alþingis lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn OR gerir gildi reglur einkaréttar og þar með að stjórn OR standi að þessum samningum en ekki borgarráð. Stjórnin óttast að ákvörðun borgarráðs geti sett stór verkefni í uppnám og að samningar sem gerðir hafi verið við erlenda samtarfsaðila geti verið í hættu. Auk þess geti ímynd íslenskra fyrirtækja á þessum vettvangi skaðast til frambúðar vegna ákvörðunarinnar. Þannig bendir stjórnin á það í yfirlýsingu sinni að „umtalsverð fjárhagsleg verðmæti" geti tapast fyrir hluthafa í REI, GGE og eigendur Orkuveitu Reykjavíkur. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Þessi afdráttarlausa niðurstaða kemur mér á óvart og veldur mér vonbrigðum," segir Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest (REI). „Nú þurfum við að fara yfir afleiðingar þessarar niðurstöðu og skoða hver staða REI er í ljósi hennar." Bjarni sagðist ekki geta sagt til um áhrif ákvörðunar borgarráðs á til dæmis samninga sem REI hefur gert um uppbyggingu erlendis fyrr en farið hefði verið nákvæmlega yfir málið. Sú viðskiptavild sem falin er í Orkuveitu Reykjavíkur, og þar með samningur til tuttugu ára um einkarétt REI á hugviti OR til útrásar, var metin á tíu milljarða króna við sameiningu REI og Geysis Green Energy (GGE). „Miðað við minn lestur á þeim upplýsingum sem ég hef séð virðist sem verulegum fjárhæðum sé varpað fyrir róða," segir Bjarni. Bjarni fjárfesti í REI og kom þar inn sem stjórnarformaður nokkru áður en sameining REI við GGE var ákveðin og útfærð. Hann vildi ekki tjá sig nánar um sína stöðu hjá fyrirtækinu, þau mál yrði að skoða eins og önnur. Sömu svör fengust þegar Bjarni var spurður hvort hann hygðist leita réttar síns fyrir dómstólum gengju samningarnir ekki eftir. Samningur um sameiningu GGE og REI er enn í fullu gildi, sem og þjónustusamningur til tuttugu ára við Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir stjórn GGE í yfirlýsingu í gær, undirritaðri af Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group og stjórnarformanni GGE. „Stjórn Geysis Green Energy undrast niðurstöðu borgarráðs og bíður þess að fá fullnægjandi skýringar á ákvörðuninni og á hvaða forsendum borgarráð telur sig geta rift gerðum samningum," segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að það sé skilningur félagsins að gerðum samningum verði aðeins breytt með nýjum samningum eða ákvörðun dómara. Stjórn og hluthafar muni fara vandlega yfir málið á næstu dögum. Vísað er til þess í yfirlýsingunni að í svari Reykjavíkurborgar til umboðsmanns Alþingis lýsi borgarlögmaður því áliti að um þá samninga sem stjórn OR gerir gildi reglur einkaréttar og þar með að stjórn OR standi að þessum samningum en ekki borgarráð. Stjórnin óttast að ákvörðun borgarráðs geti sett stór verkefni í uppnám og að samningar sem gerðir hafi verið við erlenda samtarfsaðila geti verið í hættu. Auk þess geti ímynd íslenskra fyrirtækja á þessum vettvangi skaðast til frambúðar vegna ákvörðunarinnar. Þannig bendir stjórnin á það í yfirlýsingu sinni að „umtalsverð fjárhagsleg verðmæti" geti tapast fyrir hluthafa í REI, GGE og eigendur Orkuveitu Reykjavíkur.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira