Innlent

Strokudrengir enn týndir

Lögreglan á Húsavík leitar enn tveggja fimmtán ára pilta sem hurfu frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal. Drengirnir fóru frá heimilinu í gærkvöldi og hefur ekkert spurst til þeirra síðan. Hundar eru notaðir við leitina en að sögn lögreglu er erfitt að leita að fólki sem ekki vill láta finna sig.

Þeir sem telja sig hafa orðið varir vara við drengina eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Húsavík í síma 464 1303.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×