Tarantino brjálaður út í Bond 3. september 2007 09:45 Tarantino segir það hafa verið sína hugmynd að endurgera Casino Royale. Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. „Ég sá aldrei myndina af því að ég var mjög reiður út í aðstandendur myndarinnar," sagði Tarantino við kvikmyndablaðið Total Film. „Opinberlega sögðu þeir að það væri gjörsamlega óvinnandi vegur að gera þessa mynd. En um leið og ég sagðist vilja gera hana þá kom það fram á öllum vefsíðum og enginn sagði takk við mig," útskýrir Tarantino en nýjasta mynd hans, Death Proof, hefur fengið rífandi góða dóma og stóðu áhorfendur meðal annars upp í Cannes til að hylla leikstjórann að myndinni lokinni. Daniel Craig stóð með pálmann í höndunum þrátt fyrir að honum hefði verið spáð skjótum „dauða“ í hlutverki James Bond. Casino Royale markaði hins vegar upphaf nýs kafla í sögu James Bond þegar Daniel Craig tók að sér hlutverk leyniþjónustumannsins. Craig var mikið gagnrýndur þegar tilkynnt var um valið og þótti háralitur hans til að mynda engan veginn passa við Bond. Casino Royale er þrátt fyrir allt sem Tarantino segir, sem og óvildarmenn Daniel Craig, ein aðsóknarmesta myndin í þessum bálki. Og er undirbúningur þegar hafinn fyrir númer 22.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira