Fíkniefnaneysla reykvískra ungmenna minni en í mörgum Evrópuborgum 25. maí 2007 12:16 Fíkniefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðustu tíu árin og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu. Þær borgir sækja nú þekkingu hingað til lands í því augnamiði að draga úr fíkniefnaneyslu evrópskra ungmenna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi í dag til fundar á Bessastöðum til að fylgja eftir Forvarnardeginum sem haldinn var síðastliðið haust. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf Evrópuborga í forvarnarmálum og kynntar niðurstöður nýrrar samanburðarrannsóknar á fíkniefnaneyslu ungmenna í níu Evrópuborgum. Rannsóknin sýnir að neyslan er minni í Reykjavík en í samanburðarborgunum. Hún sýnir einnig að fíkniefnaneysla barna og ungmenna er minnst í þeim borgum Evrópu þar sem gripið hefur verið til markvissra forvarnaraðgerða. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti í kennslufræði og lýðheilsudeild í Háskólanum í Reykjavík, hefur komið að rannsókninni og segir Íslendinga hafa náð góðum árangri í fíkniefnaforvörnum. Hún segir helstu forvarnaraðferðir vera að ná til unglinga og foreldra og leggja áherslu á að samverustundir skipti máli. Að virða beri útivistarreglur og að eftirlitslaus partý séu óæskileg, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess að tómstundastarf sé skipulagt og jafnframt hamrað á því að því að árangur náist ekki nema foreldrar, skólinn og þeir sem skipuleggja tómstundastarf unglinga vinni saman. Inga Dóra segir þær evrópsku borgir sem taka þátt í forvarnarverkefninu hafa mikinn áhuga á íslenskum forvarnaraðferðum. Stefnt sé að því að kynna þær í borgunum á næstu misserum. Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Fíkniefnaneysla ungmenna í Reykjavík hefur dregist saman síðustu tíu árin og er nú minni en í mörgum borgum Evrópu. Þær borgir sækja nú þekkingu hingað til lands í því augnamiði að draga úr fíkniefnaneyslu evrópskra ungmenna. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, efndi í dag til fundar á Bessastöðum til að fylgja eftir Forvarnardeginum sem haldinn var síðastliðið haust. Á fundinum var einnig fjallað um samstarf Evrópuborga í forvarnarmálum og kynntar niðurstöður nýrrar samanburðarrannsóknar á fíkniefnaneyslu ungmenna í níu Evrópuborgum. Rannsóknin sýnir að neyslan er minni í Reykjavík en í samanburðarborgunum. Hún sýnir einnig að fíkniefnaneysla barna og ungmenna er minnst í þeim borgum Evrópu þar sem gripið hefur verið til markvissra forvarnaraðgerða. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti í kennslufræði og lýðheilsudeild í Háskólanum í Reykjavík, hefur komið að rannsókninni og segir Íslendinga hafa náð góðum árangri í fíkniefnaforvörnum. Hún segir helstu forvarnaraðferðir vera að ná til unglinga og foreldra og leggja áherslu á að samverustundir skipti máli. Að virða beri útivistarreglur og að eftirlitslaus partý séu óæskileg, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess að tómstundastarf sé skipulagt og jafnframt hamrað á því að því að árangur náist ekki nema foreldrar, skólinn og þeir sem skipuleggja tómstundastarf unglinga vinni saman. Inga Dóra segir þær evrópsku borgir sem taka þátt í forvarnarverkefninu hafa mikinn áhuga á íslenskum forvarnaraðferðum. Stefnt sé að því að kynna þær í borgunum á næstu misserum.
Innlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira