Innlent

Séríslenskur sjúkdómur nýtist til rannsókna á Alzheimers og Parkinson

Sighvatur Jónsson skrifar

Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu, sem er séríslenskur sjúkdómur, nýtast til rannsókna á Alzheimers og Parkinson sjúkdómunum. Heilablæðingin er einn sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi. Doktor í sameindalíffræði segir að aðeins séu um 20 arfberar enn á lífi með genið.

Arfgeng heilablæðing þekkist hvergi annars staðar í heiminum en á Íslandi. Sjúkdómurinn stafar af stökkbreytingu á einu geni, sem veldur því að prótein safnast í æðar í heila sjúklingsins. Afleiðingin er oftast sú að sjúklingurinn fær heilablæðingu, oft fyrir þrítugsaldur.

Arfgeng heilablæðing hefur verið rannsökuð á Íslandi frá árinu 1935. Sjúkdómurinn hefur nýst til rannsókna á Alzheimers og Parkinson sjúkdómunum.

Á morgun hefst ráðstefna um arfgenga heilablæðingu í Öskju, við Háskóla Íslands. Meðal erlendra sérfræðinga er sænskur prófessor sem segir sjúkdóminn mikilvægan þar sem hann gefi skilning á öðrum sams konar sjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×