Bólusetning gegn alnæmi er möguleg 22. júlí 2007 00:01 Alnæmi er afar útbreitt í Afríku og smitast börn oft mjög snemma. Margrét segir að með því að búa til bóluefni megi koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólkinni. Nordicphotos / getty Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum. Vísindi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum.
Vísindi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira