Þrír sumarsmellir 2. apríl 2007 07:00 Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí. Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu. „Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn. Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira