Í ljósum kertanna 2. apríl 2007 08:30 Hörður Torfason Heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kvöld. MYND/Páll Bergmann Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“