Auðmaður eignast veiðiparadís við Vík 16. apríl 2007 06:45 Heiðarvatn í Mýrdal. Fagurt er um að litast við vatnið. Svissneskur auðmaður hefur keypt landið og hyggst rækta það upp. Veiðimenn eru sárreiðir yfir að komast ekki til veiða. Mynd/magnús jóhannsson Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur." Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Svissneski auðmaðurinn Rudolf Lamprecht hefur á undanförnum árum keypt allar jarðir sem liggja að Heiðarvatni í Mýrdal og silungs- og laxveiðiánni Vatnsá sem rennur úr vatninu í Kerlingadalsá, þar sem hann hefur einnig tryggt sér land og veiðirétt að hluta. Fjárfesting Lamprechts nemur um 500 milljónum króna. Hann stendur fyrir umfangsmiklum seiðasleppingum í ána og vatnið og hyggst hefja trjárækt í stórum stíl í sumar. Skiptar skoðanir eru á umsvifum auðmannsins í sveitinni og stangveiðimenn sem ekki komast lengur til veiða á vatnasvæðinu eru sárreiðir. Rudolf Lamprecht á eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims með starfsstöðvar víða um heim, meðal annars í Indónesíu og Hondúras. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreymir Lamprecht um að skapa umhverfisparadís á landi sínu. Hann verður í sumar með hóp af fólki við landgræðslu og trjárækt. Hann hefur einnig staðið fyrir rannsóknum í Heiðarvatni í samvinnu við Suðurlandsdeild Veiðimálastofnunar og hefur unnið með Landgræðslu Íslands. Lamprecht hefur ekki selt veiðileyfi að neinu marki í Heiðarvatni og Vatnsá síðan hann hóf að kaupa land og hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort af því verður í framtíðinni. Rudolf Lamprecht. Hér er Svisslendingurinn við seiðarannsóknir í Vatnsá.Mynd/Be Stangveiðifélag Keflavíkur hefur byggt upp aðstöðu við Heiðarvatn á undanförnum árum en hyggst nú flytja tvö veiðihús af landinu vegna kaupa Lamprechts. Gunnar J. Óskarsson er formaður félagsins. „Þarna kom fjölskyldufólk í hundraðavís á hverju ári til að njóta lífsins. Þannig var það í tvo áratugi en er nú liðin tíð. Hann gerði allt til að koma okkur í burtu og það var ekki staðið við neitt sem lofað hafði verið." Gunnar segir að Lamprecht hafi gengið hart fram í því að eignast landið og furðar sig á því að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafi látið landakaupin viðgangast. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að skiptar skoðanir séu um jarðakaup Lamprechts. „Mönnum finnst ekki gott að torsóttara er orðið að komast til að veiða í vatninu. Ég hef annars ekki gert neinar athugasemdir við þetta meðan ekki eru vandamál með aðgengi almennings að landinu. Veiðiréttur gengur kaupum og sölum og það á við þetta svæði sem önnur."
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira