Afrakstur Íslandsferðar DiCaprio kemur fyrir augu heimsbyggðarinnar 4. apríl 2007 09:15 DiCaprio og Knútur taka sig vel út á forsíðu Vanity Fair Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Djokovic gat ekki haldið Hugh Grant vakandi Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Myndir frá Íslandsferð Leonardo DiCaprio eru komnar á netið en þær verða á næstu forsíðu Vanity Fair. Við hlið DiCaprio er sjálfur ísbjarnarunginn Knútur. Leonardo DiCaprio er vígalegur á forsíðu nýjasta heftis Vanity Fair en þar stendur hann á ísjaka úti á miðju Jökulsárlóni á mannbroddum með ísbjarnarunga sér við hlið. Er þar enginn annar en sjálfur Knútur á ferðinni en sá stutti er sennilega frægasti ísbjörn í heimi og er vistaður í Dýragarðinum í Berlín. Ljósmyndarinn Annie Leibowitz tók myndirnar en hún fór sérferð til Þýskalands til að smella myndum af ísbirninum. Á vefsíðu tímaritsins má síðan sjá myndir frá tökunum en spurningin er síðan hvor vekur meiri athygli, Knútur eða DiCaprio? Áætlað er að tölublaðið komi í bókabúðir í kringum 10. apríl. Þá mun afþreyingarþátturinn Inside sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus einnig fjalla um Íslandsferð DiCaprio á fimmtudaginn. „Við vorum nú reyndar bara með gervi-ísbjörn sem við settum í staðinn,“ segir Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North sem hafði veg og vanda af tökunum. „Upphaflega stóð reyndar til að fá sjálfan Knút til landsins en þegar á hólminn á kominn reyndist húnninn ekki hæfur til flugs,“ útskýrir Finnur sem vildi ómöglega gefa upp hvað myndatakan kostaði.Finnur vildi ekki gefa upp verðið á myndatökunni en sagði hana hafa kostað sitt.„Það er trúnaðarmál en ég get þó upplýst að hún kostaði sitt,“ segir Finnur sem ber DiCaprio vel söguna þótt hann öfundi leikarann lítið af sinni stöðu. „Ég held að það sé mjög erfitt að vera svona súperstjarna,“ segir Finnur. Vanity Fair er að þessu sinni tileinkað umhverfismálum. Yfir forsíðuna er skrifað stórum stöfum „Green Issue“ eða „Grænt tölublað“, DiCaprio hefur verið öflugur talsmaður umhverfisverndar en meðal annarra sem prýða síður blaðsins má nefna Julia Louis Dreyfuss og Robert Redford. Eins og Fréttablaðið greindi frá kom DiCaprio í stutta dagsferð í byrjun mars til að taka þessar myndir ásamt fríðu föruneyti, meðal annars unnustu sinni Bar Rafaeli sem hann hyggst nú kvænast samkvæmt fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafsins. „Ætli hann hafi ekki fengið hugmyndina hérna á Íslandi, erum við Íslendingar ekki hamingjusamasta þjóð í heimi?“ segir Finnur og hlær en bætir við að þeim hafi þó ekki verið boðið í brúðkaupsveisluna.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Djokovic gat ekki haldið Hugh Grant vakandi Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira