Hark að vera ljóðskáld á Íslandi 21. júlí 2007 03:30 Þórdís Björndóttir gaf í vikunni út sína þriðju ljóðabók þrátt fyrir ungan aldur, en tvær þeirra hefur hún gefið út sjálf. Henni tekst í augnablikinu að lifa af listinni en segir að erfiðasti partur ritstarfanna sé að koma sér á framfæri. Fréttablaðið/Pjetur Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“ Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þórdís Björnsdóttir hefur gefið út þriðju ljóðabók sína. Fyrsta skáldsaga hennar er svo væntanleg fyrir jólin. „Í bókinni er margt ósagt. Það er ýjað að mörgu og í ljóðunum er ákveðinn undirliggjandi óhugnaður. Nafn bókarinnar kemur úr þessum þætti hennar, þessari dulúð,“ segir Þórdís Björnsdóttir sem sendi í vikunni frá sér ljóðabókina Í felum bakvið gluggatjöldin. Þótt Þórdís sé ung að árum er þetta þriðja bók hennar, en hún hefur áður sent frá sér bækurnar Vera & Linus (2006) og Ást og appelsínur (2004) sem báðar hlutu lof gagnrýnenda. „Fyrsta bókin mín var ljóðabálkur en í þessari nýju bók eru ljóðin sjálfstæð,“ segir Þórdís. „Keimlíkt andrúmsloft er það eina sem bindur þau saman, að öðru leyti er enginn þráður í gegnum bókina.“ Fyrsta skáldsaga Þórdísar, Saga af bláu sumri, er auk þess væntanleg og kemur út fyrir næstu jól hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Bókin fjallar um njósnir. Ung stúlka kemur í lítið þorp sem hún þekkir vel. Þar sér hún aðra stúlku sem hún verður hugfangin af. Hún fer að njósna um hana en þorir ekki að hitta hana. Svo færast njósnirnar í aukana eftir því sem líður á bókina.“ Þórdís hefur skrifað ljóð og sögur frá unga aldri. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil vinna fari í að koma sér á framfæri, en tvær bóka sinna hefur hún gefið út sjálf. „Að vera ljóðskáld á Íslandi er mikið hark, sérstaklega þegar kemur að því að kynna sig og koma sér á framfæri. Það kom mér á óvart. Ég er búin að ætla mér að verða rithöfundur síðan ég var krakki. Þá hélt maður að verkinu væri lokið þegar maður væri búinn að skrifa bókina. En það er í raun minnsta verkefnið, allt púlið er eftir þótt bókin sjálf sé tilbúin.“ Þórdísi hefur engu að síður tekist að lifa af ljóðlistinni, sem er hennar aðalstarf í augnablikinu. „Ég fékk ritlaun og er búin að nota þau núna yfir sumartímann. Annars er ég búin að vera í námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Það er auðvitað draumurinn að geta haldið áfram að lifa af ritstörfunum.“
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira