Mesta stressið búið 31. mars 2007 08:15 Þau eru afar ánægð með að halda sameiginlega fermingarveislu, frændsystkinin Tryggvi Másson, Una Hrefna Pálsdóttir og Kristófer Másson. mynd: Hörður Ellert ólafsson Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu." Fermingar Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu."
Fermingar Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira