Jóhann Briem 8. mars 2007 08:15 Jóhann Briem 1907-1991 Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni. Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni.
Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira