Jóhann Briem 8. mars 2007 08:15 Jóhann Briem 1907-1991 Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Jóhann Briem (1907 - 1991) stundaði listnám hjá Jóni Jónssyni málara, bróður Ásgríms Jónssonar, Eyjólfi Eyfells og Ríkarði Jónssyni myndhöggvara í Reykjavík. Hann fór síðan til Þýskalands 1929 en þangað sóttu margir íslendingar í listnám á þessum árum. Erlendur gjaldeyrir var eftirsóttur þar í landi og komust menn af á litlu. Jóhann var í Dresden til 1934, kvæntist þar fyrri konu sinni. Hann stundaði nám við Akademie Simonson-Castelli hjá Woldemar Winkler og síðan við Staatliche Kunstakademie hjá Max Feldbauer og Ferdinand Dorsch. „Hann þróaði með sér ljóðrænan expressjónisma þar sem saman fór heitur litaskali, einföld myndbygging og voðkennd pensilsskrift í myndum sem oft sýndu dýr og fólk úti í náttúrunni,“ segfir í umsögn Listasafnsins. Þegar heim var komið tók Jóhann að kenna myndlist, fyrst við einkaskóla sem hann rak ásamt Finni Jónssyni á árunum 1934-40. Jóhann var um árabil jafnframt teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, síðar Gagnfræðaskóla Vesturbæjar auk Laugarnesskóla. Hann vann einnig bókaskreytingar þar sem þjóðsögur og ævintýri voru honum hugleikin viðfangsefni. Jóhann sótti sér myndefni í íslenska sveitamenningu og mannlíf; má skipta myndefni hans í afmarkaða flokka svo sem sveitalíf, dýramyndir, ævintýri og sögur, auk mynda frá fjarlægum stöðum og mynda sem sýna mannverur andspænis náttúrunni en hann samdi ferðabækur um ferðalog sín til fjarlægra staða. þegar um 1936 hafi hann náð að skapa sér heilsteyptan og persónulegan stíl með efnismiklum samræmdum litum, þar sem liturinn ræður fremur en teikningin. Litirnir verða með tímanum sterkir og form aðgreind með áherslu á flatarkennd litanna. Í sterkum mann- og dýralífsmyndum höfðar hann til upplifunar einmana verur standa andspænis náttúrunni. Jóhann kom sér upp aðstöðu á æskuheimili sínu Stóra Núpi í Árnessýslu og vinnustofu í Ásaskóla. Jóhann vék aldrei frá hlutbundinni tjáningu. Staðfesta, einlægni og alvöra einkenndu allan hans listamannsins og skópu honum nokkra s""erstöðu í ölduróti tímans. Yfirlitssýning á verkum hans var síðast haldin í Listasafni Íslands árið 1977 á sjötugsafmæli málarans. Rit honum helguð hafa komið út tvö: Er ekki vonum seinna að efnt er til stórsýningar á verkum hans en í ár eru hundrað ár frá fæðingu hans. Sýningunni nú er ætlað að varpa ljósi á það hvernig liturinn öðlast með tímanum nýja og margbreytilega merkingu í verkum málarans. Um 50 olíumáverk og 12 vatnslitamyndir eru á sýningunni.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira