Endalaus saga í olíusamráðsmáli 16. nóvember 2006 19:39 Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst. Fréttir Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Þó að fimm ár séu liðin frá því olíusamráðsmálið hófst með innrás lögreglu í olíufyrirtækin þrjú, hefur enginn endi verið bundinn á marga þræði málsins. Fyrir dómstólum eru rekin skaðabótamál gegn félögunum, refisþáttur stjórnenda er enn hjá saksóknara og hálft annað ár getur liðið þar til endanleg niðurstaða verður í sjálfu samráðsmálinu fyrir dómstólum. Það var fyrir tæpum fimm árum - rétt fyrir jólin árið 2001 sem hópur manna frá samkeppnisstofnun stormaði í höfuðstöðvar, Skeljungs, Olís og Essó og lagði hald á gögn. Grunur lék á að félögin hefðu brotið alvarlega gegn neytendum með víðtæku ólögmætu samráði um verðlagningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, fyrirtækin skipt um eigendur - lyklstjórnendur látið af störfum en þrátt fyrir fimm ára sögu sér enn ekki fyrir endann á málarelstri í þessu svikamáli. Málið er í raun þríþætt eins og það er rekið í dómskerfinu og hjá lögreglu. Fyrst er það samráðsmálið sjálft, - brot á samkeppnislögum þar sem fyrirtækin þrjú eru krafin um stórfelldar sektir. Annað mál snýr að refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna vegna mögulegra brota á hegningarlögum eða samkeppnislögum. Þriðji hópur mála sem koma til kasta dómstóla eru síðan skaðabótakröfur frá þeim sem brotin beindust gegn. Ríki og borg eru þegar í málarekstri, samtök og fyrirætki hafa boðað málssóknir og loks hafa einstaklingar höfðað mál og var raunar eitt þeirra í málflutningi í héraðsdómi í dag.. Rannsóknin tók þrjú ár og tók til samráðs á árabilinu 1993 til 2001. Það var þremur árum síðar, í október árið 2004 sem Samkeppnisráð sektaði oplíufélögin um samtals 2 milljarða 625 milljónir króna. Var talið að félögin hefðu hagnast um 6,5 milljarð króna á samráðinu. Öll félögin vísuðu málinu til áfrðyjunarnenfdar Samkeppnismála. Hún úrskurðaði að sektin skyldi lækkuð í hálfan annan milljarð samtals í ársbyrjun 2005 Sumar sama ár höfðuðu olíufélögin mál til að fá sektina þurkaða út eða lækkaða. Lögmaður Samkeppnisyfirvalda skilaði grienagerð um málið um síðustu áramót en þá gerðu olíufélögin kröfu um að Hérðasdómur skipaði matsmenn til að meta meintan ávinning af samráðinu. Nýverið skiliðu þeir því mati gagnvart Keri (Essó) að ávinningurinn hefði mögulega verið engin. Því hefur verið mótmælt. Enn vantar gögn frá matsmönnum og málið fer væntanlega ekki í dóm fyrir en næsta vor. Verði því vísað til Hæstaréttar kann það að gerast næsta haust. Verður því varla hægt að sjá niðurstöðu í málinu fyrr en undir lok næsta árs - mögulega ekki fyrr en árið 2008. Þá hafa sex til sjö ár liðið frá því rannsókn málsins hófst.
Fréttir Innlent Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira