Dýrast að læra á Vesturlandi 4. nóvember 2006 08:30 „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira