Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl 23. nóvember 2006 15:57 Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Litháarnir tveir, sem eru báðir á fertugsaldri, reyndu að smygla efninu í eldsneytistanki bifreiðar í ferjunni en efnið fannst við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Talið er víst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Mennirnir heita Sarūnas Budvytis og Virūnas Kavalčiukas. Þeir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 6. júlí og þegar verið var að tollafgreiða ferjuna færðu þeir VW Passat skutbifreið sína að grænu hliði án þess að vita að tollverðir hefðu ákveðið að skoða bílinn. Í ljós kom að Virūnas var ekki á farþegalista, heldur landi hans, Arvydas Kepalas, búsettur í Norwich á Englandi, sem einnig var eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Sarūnas gaf þá skýringu á þessu að hann hefði keypt bifreiðina þremur mánuðum áður og væri því réttur eigandi hennar. Við skoðun í farþegarými sáust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Þetta vakti grunsemdir tollvarða ásamt því mennirnir virtust stressaðir. Þá gáfu þeir ekki trúverðugar skýringar á ferðum sínum og sögðust enga þekkja á Íslandi og hvorki vita hvar þeir ætluðu að gista né hvað þeir myndu skoða á þeirri viku, sem þeir ætluðu að dvelja hér á landi sem almennir ferðamenn.Við nánari leit í bifreiðinni hafi fundist átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Litháarnir tveir könnuðust hins vegar ekki við að neitt væri falið í tankinum. Mennirnir voru í kjölfarið handteknir og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.Dóminum þótti sannað að mennirnir hefðu staðið á innflutningnum á amfetamíninu sem samkvæmt matsgerð reyndist mjög sterkt. Segir í dómnum að ljóst sé að hefði ákærðu tekist ætlunarverk sitt, megi gróflega áætla að unnt hefði verið að drýgja amfetamínið og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni, með ríflega minni styrkleika, til söludreifingar.Mennirnir höfðu báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum og þegar tekið hafði verið tillit til þess og þess um hversu mikið magn var að ræða þótti sjö ára fangelsi hæfileg refsing. Þá var allt efnið gert upptækt og sömuleiðis bíll mannanna. Einn þriggja dómara vildi þyngja refsinguna og dæma mennina í átta ára fangelsi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira