Sýknaður af ákæru um nauðgun 20. desember 2006 14:58 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun. Dómsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun.
Dómsmál Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira