Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri 19. október 2006 12:45 1200 ökumenn óku á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst MYND/E.Ól Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Það var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna og benti á að 22 hefðu nú látist í umferðinni á árinu og að tölur sýndu að umferðarslys yrði á þriggja klukkustunda fresti í landinu. Sagði hann að neyðarástand ríkti í umferðinni meðal annars vegna ofsaaksturs og að umferðarmenningu hefði í raun hrakað þrátt fyrir aukinn öryggisbúnað í bílum og betri vegi. Spurði Hjálmar samgönguráðherra hvort til greina kæmi að þyngja refsiákvæði fyrir hraðakstur og svipta ökuníðinga jafnvel bílum sínum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra benti á að umferðaröryggisáætlun hefði verið felld inn í samgönguáætlun fyrir árin 2005-2008 og með því væru verkefni sem lytu að umferðaröryggi skýrt skilgreind. Ljóst væri þó að ofsaakstur og óvarkárni yllu því að slys væru of tíð. Sagði ráðherra menn hafa beint sjónum sínum að ofsaakstri að undanförnu og nefndi sem dæmi að 1200 ökumenn hefðu ekið á 150-200 km hraða á Esjumelum í júní, júlí og ágúst. Slíkar tölur sýndu að ástandið væri skelfilegt. Sturla sagði að erlendis hefðu eftirlit og hörð viðurlög gagnast best og að þessu væri unnið. Breytingar væru undirbúnar á umferðarlögum til þess að beita þeim aðferðum sem talið væri að dygðu og unnið með lögreglu og Vegagerð að auknu eftirliti á völdum stöðum á landinu. Gefin yrði út reglugerð á næstunni þar sem viðurlög við hraðakstri yrðu þyngd umtalsvert og þá sagði Sturla unnið að breytingum á lögum sem takmarka réttindi ungra ökumanna sem uppvísir verða að ofsaakstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira