Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá 21. júlí 2006 03:30 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira