Elton og Duran Duran heiðra Díönu 13. desember 2006 11:30 Söngvarinn Elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári. Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. . Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. .
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira