Önnin kostar 236 þúsund 25. júlí 2006 07:15 Einungis lítill hópur nemenda við skólann er ósáttur við hækkanir skólagjalda. Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur. Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur.
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira