Sýknaður af ákæru um nauðgun 20. desember 2006 14:58 Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun. Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í maí síðastliðnum. Fólkið mun hafa hist á skemmtun og farið saman af skemmtuninni og á maðurinn að hafa naugðað stúlkunni á víðavangi skammt þar frá. Var hann ákærður fyrir fyrir að hafa þröngvað henni til samræðis við sig og sumpart nýtt sér það að hún gat ekki spornað við því sökum ölvunar. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki fullviss um að þau hefðu haft kynmök þar sem hann hafi verið undir áhrifum áfengis og því getulítill.Sagði hann þau hafa skilið á þann hátt að stúlkan hafi verið í buxum en samkvæmt vitnum kom stúlkan gangandi frá vettvangnum með buxurnar í hendinni. Þá bar sálfræðingur fyrir dómi að stúlkan hefði í viðtölum sýnt merki áfallastreitu.Í niðurstöðu dómsins segir að stúlkan muni brotakennt eftir samskiptum sínum við ákærða sökum ölvunar og það geti ekki talist ná til nema lítils hluta þeirra tæpu tveggja klukkustunda sem telja má að þau hafi verið samvistum. Framburður stúlkunnar hafi verið um margt óljós og þá hefur það óhjákvæmilega þýðingu við sönnunarmat í málinu að frásögn hennar, eins og hún er skráð eftir henni á neyðarmóttöku, samræmist ekki vel framburði hennar fyrir dómi. Framburður hennar fyrir dómi sé þó í fullu samræmi við skýrslu sem hún gaf hjá lögreglu daginn eftir atvikið. Að mati dómsins er ekki unnt að byggja á því í málinu að konan hafi verið með svo miklum áfengisáhrifum þegar atburðurinn átti sér stað að hún hafi af þeim sökum ekki getað spornað við því sem fram fór.Samkvæmt þessu og einkum með vísan til brotakennds framburðar stúlkunnar þykir dómnum ekki unnt að leggja til grundvallar í málinu, að klæðleysi hennar og bágt ástand, þegar að henni var komið og eftirfarandi sálrænir erfiðleikar hennar stafi af því að ákærði hafi beitt hana því ofbeldi. Telur því dómurinn að varhugavert sé að telja það sannað í málinu maðurinn hafi gerst sekur um nauðgun.
Dómsmál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira