Ungir ökumenn orsaka fjölda banaslysa 17. desember 2006 18:50 Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum.Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust.Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þar á bæ hafi menn ekki séð eins mikið um að orsök umferðarslysa sé einfaldlega leikaraskapur.Einar vill taka fram að ekkert liggur fyrir um orsök banaslyssins sem varð í gær.Áhættuhegðun á stóran þátt í mörgum banaslysum á árinu, en það vekur athygli að í sjö tilfellum voru bílbelti ekki notuð.Þrátt fyrir að notkun öryggisbelta hafi aukist á undanförnum árum segir Einar skort á notkun öryggisbelta vera einn stærsta orsakavald í alvarlegum umferðarslysum. Hann leggur áherslu á að hvort um sé að ræða stuttar eða langar vegalengdir, í fram eða aftursæti, séu þeir sem ekki noti bílbelti í margfalt meiri lífshættu, en aðrir í umferðinni.Ísland er í hópi þeirra landa þar sem mest jákvæð þróun hefur átt sér stað í umferðaröryggismálum á síðustu fimm árum. Einar segir að sveiflan á árinu valdi þess vegna miklum vonbrigðum.Einar segir unga ökumenn eiga mjög stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum á þessu ári, og það verði að skoða alvarlega. Hann kallar eftir ábyrgð foreldra í þeim efnum. Fréttir Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ungir ökumenn eiga stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum sem orðið hafa á þessu ári. Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu kallar eftir ábyrgð foreldra í þessum efnum.Þrjátíu manns á aldrinum fimm til áttatíu og átta ára hafa látist í 27 umferðarslysum það sem af er árinu 2006. Þetta er mesti fjöldi banaslysa síðan árið 2000 þegar 32 létust.Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu segir þar á bæ hafi menn ekki séð eins mikið um að orsök umferðarslysa sé einfaldlega leikaraskapur.Einar vill taka fram að ekkert liggur fyrir um orsök banaslyssins sem varð í gær.Áhættuhegðun á stóran þátt í mörgum banaslysum á árinu, en það vekur athygli að í sjö tilfellum voru bílbelti ekki notuð.Þrátt fyrir að notkun öryggisbelta hafi aukist á undanförnum árum segir Einar skort á notkun öryggisbelta vera einn stærsta orsakavald í alvarlegum umferðarslysum. Hann leggur áherslu á að hvort um sé að ræða stuttar eða langar vegalengdir, í fram eða aftursæti, séu þeir sem ekki noti bílbelti í margfalt meiri lífshættu, en aðrir í umferðinni.Ísland er í hópi þeirra landa þar sem mest jákvæð þróun hefur átt sér stað í umferðaröryggismálum á síðustu fimm árum. Einar segir að sveiflan á árinu valdi þess vegna miklum vonbrigðum.Einar segir unga ökumenn eiga mjög stóran þátt í alvarlegustu umferðarslysunum á þessu ári, og það verði að skoða alvarlega. Hann kallar eftir ábyrgð foreldra í þeim efnum.
Fréttir Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira