Innlent

Flugdólgur skilinn eftir í Halifax

Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Vélin er í eigu flugfélagsins JetX sem flýgur fyrir Heimsferðir.

Henni var lent í Halifax þar sem skipt var um áhöfn og bætt við eldsneyti. Að sögn talsmanns Heimsferða voru maðurinn og konan töluvert drukkin og höfðu tekið með sér nokkuð af áfengi í vélinu og voru að drekka af því.

Maðurinn gerðist nokkuð æstur þegar stutt var í lendingu í Halifax og var afar dónalegur við flugfreyjur og samferðamenn. Eiginkona mannsins reyndi að róa hann en uppskar barsmíðar frá manni sínum. Flugstjórinn sem tók við vélinni í Halifax ákvað að skilja hjónin þar eftir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×