Án auglýsinga yrði engin Rás 2 7. desember 2006 19:01 Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir biðina eftir niðurstöðu orðna langa en einn mánuður til viðbótar skipti ekki öllu máli. Hann sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að yrði frumvarpið ekki samþykkt, myndi hann endurmeta stöðu sína sem útvarpsstjóra. Þá sagði Páll að ef RUV ætti að komast af án kostunar og auglýsingatekna yrði að skera niður dagskrá, fréttaþjónustu, og önnur útvarpsstöðin leggðist af. Á blaðamannafundi sem Samfylkingin stóð fyrir í dag kom fram flokkurinn telur ekki rétt að afnema auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins heldur sé eðlilegt að setja þak á auglýsingar upp á fimmtán til tuttugu prósent af heildartekjum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn á móti því að RUV verði gert að hlutafélagi, og telji óeðlilegt að almannaútvarp sem njóti sérstakra tekjustofna geti nýtt sér þá í samkeppni við aðra miðla á markaði. Eðlilegra sé að stofna sjálfseignarfélag sem lúti öðrum lögmálum en aðrir miðlar. Á fundinum í dag kom fram að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskrá og reglum Evrópuréttar. Þá leggur samfylkingin til að rjúfa áhrif ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni á starfsemi RUV, með því að Alþingi kjósi stjórn þess, en í henni eigi auk þess starfsmenn Ríkisútvarpsins fulltrúa. Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir biðina eftir niðurstöðu orðna langa en einn mánuður til viðbótar skipti ekki öllu máli. Hann sagði í hádegisviðtali Stöðvar tvö í dag að yrði frumvarpið ekki samþykkt, myndi hann endurmeta stöðu sína sem útvarpsstjóra. Þá sagði Páll að ef RUV ætti að komast af án kostunar og auglýsingatekna yrði að skera niður dagskrá, fréttaþjónustu, og önnur útvarpsstöðin leggðist af. Á blaðamannafundi sem Samfylkingin stóð fyrir í dag kom fram flokkurinn telur ekki rétt að afnema auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins heldur sé eðlilegt að setja þak á auglýsingar upp á fimmtán til tuttugu prósent af heildartekjum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn á móti því að RUV verði gert að hlutafélagi, og telji óeðlilegt að almannaútvarp sem njóti sérstakra tekjustofna geti nýtt sér þá í samkeppni við aðra miðla á markaði. Eðlilegra sé að stofna sjálfseignarfélag sem lúti öðrum lögmálum en aðrir miðlar. Á fundinum í dag kom fram að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskrá og reglum Evrópuréttar. Þá leggur samfylkingin til að rjúfa áhrif ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni á starfsemi RUV, með því að Alþingi kjósi stjórn þess, en í henni eigi auk þess starfsmenn Ríkisútvarpsins fulltrúa.
Fréttir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira