Félagsmálanefnd fjallar um búsetu fólks í atvinnuhúsnæði 23. nóvember 2006 14:41 MYND/GVA Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?" Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar hvort hægt sé að breyta lögum í tengslum við búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Þetta kom fram í máli Dagnýjar Jónsdóttur, formanns nefndarinnar, á Alþingi í dag. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og vildi ræða málefni fólks sem byggi í iðnaðarhúsnæði. Vísaði hann til umfjöllunar Íslands í dag á Stöð 2 um málið. Magnús sagði hundruð manna búa í slíku húsnæði, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, og að slíkt húsnæði fengist ekki skráð sem lögheimili.Benti hann einnig á þá hættu sem væri fyrir hendi þar sem menn byggju fyrir ofan iðnaðarstarfsemi ef til dæmis kæmi upp eldur. Sagði hann stóran hluta hópsins sem byggi í atvinnuhúsnæði erlenda ríkisborgarar en einng byggju fátækir Íslendingar í slíkum húsakynnum.Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður félagsmálanefndar, sagði upphlaup Magnúsar sérstakt í ljósi þess að nefndin, sem hann ætti sæti í, hefði sett málið í ákveðin farveg á fundi sínum í gær. Verið væri að fjalla um lög um lögheimili og að hún vildi kanna hvort hægt væri að breyta lögum í þá átt að fólk sem byggi í atvinnuhúsnæði nyti réttinda.Benti hún enn fremur á að sveitarfélögin hefðu lýst yfir áhyggjum af málinu og vísaði í umsögn Reykjavíkurborgar þar sem fram kæmi að hætta væri á að vandinn ykist ef ekki yrði komið í veg fyrir skráningu lögheimila í atvinnuhúsnæði. Hætta væri á að svokölluð gettó fyrir erlent vinnuafl mynduðust.Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænn, sagði brýnt að herða á lögum í þessum efnum og herða sömuleiðis eftirlit og eftirfylgni. Málið ætti sér siðferðilega hlið þar sem mjög mörg dæmi væru um að fátækt fólk byggi við þessar aðstæður. „Það er hrikaleg tilhugsun og nokkuð sem okkur ber öllum að sameinast um að útrýma," sagði Ögmundur. Benti hann einnig á ábyrgð atvinnurekenda í málinu.Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði málið alvarlegt en benti á margbreytileika mannlífsins. Sumt fólk byggi í skipum og annað í iðnaðarhúsnæði sem breytt hefði verið í íbúðarhúsnæði og hefði fengið viðurkenningu sem slíkt. Sagði hann brotalöm í kerfinu og mikilvægt að breyta reglum um skráningu í þjóðskrá þannig að hægt væri að skrá fólk í ósamþykkt húsnæði. „Það er betra að vita hvar fólkið er en að vita það ekki, sérstaklega fyrir þá sem stunda slökkvistörf," sagði hann.Össsur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greip orð Péturs um að fólk byggi í skipum og bátum á lofti og sagði suma búa í fílabeinsturni. „Þessi ríkisstjórn býr í fílabeinsturni ef hún telur að það sé ekki pottur brotinn í þessum málum," sagði Össur. Sagði hann Magnús Þór hafa haft fullan rétt á að taka málið upp á þingi í dag.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði málið einnig hafa mannlega hlið og að fjalla ætti um það á faglegan hátt og það væri gert í félagsmálanefnd. „Þess vegna skilur maður ekki hvað vakir fyrir háttvirtum þingmanni að rífa málið úr þessum faglega farvegi nema til þess að þjóna lýðskrumshugsun sinni og popúlisma sem hann er orðinn þekktur fyrir," sagði Hjálmar.Magnús brást við: „Er það lýðskrum að taka hér um vandamál sem gæti verið stór öryggisvandamál. Væri það lýðskrum ef það kæmi upp eldur í kvöld og einhverjir myndu fara í þeim eldsoða, háttvirtur þingmaður Hjálmar Árnason?"
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira