Kallar eftir strangari reglum um merkingar á framkvæmdum 12. nóvember 2006 18:56 Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Slysið varð með þeim hætti að bíll skall á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Maðurinn, sem var farþegi í bílnum, var látinn þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Ljóst er að merkingum var mjög ábótavant í þessu tilviki en Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að mjög skýrar reglur gildi um hvernig á að haga merkingum við framkvæmdir. Reglunum sé hins vegar ekki fylgt eftir og eftirliti sé greinilega ábótavant. Einar segir að bæði lögreglan og Vegagerðin sinni eftirliti af þessu tagi og spyrja verði þessa aðila af hverju eftirfylgni er ekki meiri. Einar tekur fram að þegar Umferðarstofu berist ábendingar um ófullnægjandi merkingar í þéttbýli, sé haft samband við lögreglu en Vegagerðin látin vita í dreifbýli. Hann segir að Umferðarstofu berist fjöldinn allur af ábendingum. Einar segir að víða megi finna dæmi um óviðunandi merkingar nálægt umferð eins og t.d á Sundabraut og við Kalkofnsveg í Reykjavík. Ólíðandi sé að ekkert sé aðhafst í þessum málum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Maður lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi en vegaframkvæmdir standa yfir þar sem slysið átti sér stað. Umferðarstofa gagnrýnir að merkingar á slystað hafi ekki verið í samræmi við reglur. Þetta sé vandamál víða þar sem framkvæmdir eru á vegum og götum. Kallar umferðarstofa eftir strangari reglum og harðari eftirliti með að þeim sé fylgt. Slysið varð með þeim hætti að bíll skall á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð á meðan framkvæmdir standa þar yfir. Maðurinn, sem var farþegi í bílnum, var látinn þegar lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Ljóst er að merkingum var mjög ábótavant í þessu tilviki en Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir að mjög skýrar reglur gildi um hvernig á að haga merkingum við framkvæmdir. Reglunum sé hins vegar ekki fylgt eftir og eftirliti sé greinilega ábótavant. Einar segir að bæði lögreglan og Vegagerðin sinni eftirliti af þessu tagi og spyrja verði þessa aðila af hverju eftirfylgni er ekki meiri. Einar tekur fram að þegar Umferðarstofu berist ábendingar um ófullnægjandi merkingar í þéttbýli, sé haft samband við lögreglu en Vegagerðin látin vita í dreifbýli. Hann segir að Umferðarstofu berist fjöldinn allur af ábendingum. Einar segir að víða megi finna dæmi um óviðunandi merkingar nálægt umferð eins og t.d á Sundabraut og við Kalkofnsveg í Reykjavík. Ólíðandi sé að ekkert sé aðhafst í þessum málum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira