Innlent

Listi sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi kynntur um næstu helgi

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. MYND/Vilhelm

Kjörnefnd kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fundaði í Hrútafirði í gær um framboðsmál flokksins en þar er nú unnið að því að stilla upp lista fyrir komandi þingkosningar.

Sextán höfðu gefið kost á sér vegna uppstillingarinnar þann 1. nóvember og að sögn Bjarka Þorsteinssonar, starfsmanns kjördæmisráðsins, hefur bæst í þann hóp. Hann vill þó ekki gefa upp hverjir hafi bæst við. Bjarki segir að enn sé verið að vinna að listanum en ætlunin er að kynna hann á fundi kjördæmisráðs í Borgarnesi um næstu helgi og samþykkja hann þar.

Allir þrír núverandi þingmenn flokksins sækjast eftir áframhaldandi setu á þingi en það eru þeir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×