Innlent

Vinstri - grænir stilla upp lista í Norðvesturkjördæmi

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi, vill leiða lista flokksins áfram.
Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi, vill leiða lista flokksins áfram. MYND/Hari

Fulltrúaráð Vinstri - grænna í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum í Búðardal í gær að stilla upp á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. Fram kemur á heimasíðu Vinstri - grænna í Skagafirði að kosnir hafi verið sjö fulltrúar í uppstillinganefnd víðsvegar að úr kjördæminu og á hún að skila sem fyrst tillögum að framboðslista sem lagður verður fyrir kjördæmisráðsfund til samþykktar. Jón Bjarnason alþingismaður lýsti því yfir á fundinum að hann væri reiðubúinn að leiða listann í næstu kosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×