Innlent

Árni Johnsen á leið á þing aftur

MYND/Vilhem

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, er aftur á leið á þing eftir að hann varð annar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi sem fram fór í gær. Nafni hans Árni Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu en þrír þingmenn flokksins eru á leið út.

Það eru þau Drífa Hjartardóttir sem endaði í sjötta sæti Guðjón Hjörleifsson sem endaði í sjöunda og Gunnar Örlygsson sem endaði í tíunda sæti. Kjartan Ólafsson þingmaður endaði í þriðja sæti og tryggði sér væntanlega þingsæti en þær Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra urðu í fjórða og fimmta sæti. Gríðargóð þáttaka var í prófkjörinu en alls kus 5456 manns.

Atkvæði skiptust svo:

Árni Mathiesen 2659 atkvæði í 1. sæti

Árni Johnsen 2302 atkvæði í 1.-2. sæti

Kjartan Ólafssson 1578 atkvæði í 1.-3. sæti

Björk Guðjónsdóttir 2112 atkvæði í 1.-4. sæti

Unnur Brá Konráðsdóttir 2592 atkvæði í 1.-5. sæti

Drífa Hjartardóttir 2965 atkvæði í 1.-6. sæti

Guðjón Hjörleifsson

Grímur Gíslason

Helgar Þorbergsdóttir

Gunnar Örlygsson

Kristján L. Pálsson

Birgitta Jónsdóttir Klasen

Kári Á. Sölmundarson

Athygli vekur að Árni M. Mathiesen fær aðeins 2659 atkvæði í fyrsta sæti eða tæpan helming atkvæða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×