Innlent

Það er fínt líf eftir pólitík

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir. MYND/NFS

„Mér líður bara mjög vel," sagði Guðrún Ögmundsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það eftir að fyrstu tölur sýndu að hún væri ekki meðal átta efstu frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er það heldur ekki þegar aðeins á eftir að telja um 300 atkvæði. „Ef það fer svo þá get ég sagt þér að það er fínt líf eftir pólitík, ég hef verið í lífinu áður en ég fór á þing en við sjáum hvað setur," sagði Guðrún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×