Innlent

Þorgerður og Bjarni efst

MYND/Pjetur
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson alþingismaður skipa tvö efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmis, samkvæmt fyrstu tölum, en þá höfðu 1.500 atkvæði verið talin.

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, er í þriðja sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, í fjórða sæti en Sigurrós Þorgrímsdóttir alþingismaður er ekki á meðal sex efstu. 1500 atkvæði hafa verið talin.

Listinn raðast annars þannig:

1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 1.240 atkvæði (í 1. sæti)

2. Bjarni Benediktsson 1.349 atkvæði (í 1.-2. sæti)

3. Ármann Kr. Ólafsson 592 atkvæði (í 1.-3. sæti)

4. Ragnheiður Ríkharðsdóttir 614 (í 1.-4. sæti)

5. Ragnheiður Elín Árnadóttir 858 (í 1.-5. sæti)

6. Jón Gunnarsson 978 (í 1.-6. sæti)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×