Innlent

Kjörsókn í prófkjöri Samfylkingarinnar meiri en síðast

Liðlega 3750 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík laust fyrir klukann fjögur, þar af 1087 utan kjörfundar. Kjörsóknin er þegar orðin betri en í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosningar en þá kusu alls, 3605.

Nú eru um tvær klukkustundir þar til kjörstaðnum í félagsheimili Þróttar í Laugardal verður lokað en búist er er við fyrstu tölum upp úr klukkan sex. Fimmtán eru í kjöri og berjast þeir um átta efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, þ.e. fjórum í hvoru kjördæmi, en flokkurinn á einmitt átta þingmenn í Reykjavík nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×