Innlent

Um 20 prósenta kjörsókn hjá sjálfstæðismönnum í Suðvesturkjördæmi

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. MYND/Vilhelm

Um tuttugu prósent þeirra sem eru á kjörskrá í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu neytt atkvæðsréttar síns nú um klukkan þrjú, en á bilinu 11-12 þúsund manns eru á kjörskrá. Kosið er á sex stöðum í Kraganum, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Álftanesi. Kjröstaðirnir voru opnaðir klukkan níu í morgun og verða opnir til klukkan sex en í kjölfarið birtast fyrstu tölur. Sjálfstæðismenn eiga fimm þingmenn í kjördæminu nú en aðeins þrír þeirra eru í framboð þannig að búast má við endurnýjun í þingliði flokksins í kjördæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×