Innlent

Um 20 prósenta kjörsókn í Suðurkjördæmi á hádegi

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var um 20 prósent upp úr hádegi en um 6000 manns eru á kjörkskrá. Töluvert er um nýskráningar í flokkinn en þar berjast 13 manns um sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Kjörstaðir verða á flestum stöðum opnir til klukkan átta en atkvæði verða talin á Selfossi. Óvíst er hvort það tekst að koma atkvæðum frá Vestmannaeyjum en ekkert hefur verið flogið þangað í dag. Ætlunin er að fljúga með atkvæðin á Bakkaflugvöll en ef skilyrði leyfa það ekki gæti þurft að fresta talningu í prófkjörinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×