Misskilningur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar 10. nóvember 2006 20:58 Borgarstjóri undirritar samning um sölu Reykjavíkur á hlut sínum í Landsvirkjum. MYND/Pjetur Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. Tilkynningin hljómar svo: Í viljayfirlýsingu eigenda Landsvirkjunar frá 17. febrúar 2005 um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er tiltekið að andvirði sölunnar skuli renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum. Einnig er það sérstaklega tiltekið að greiðslurnar skuli inntar af hendi á löngum tíma. Þar af leiðandi var það frá upphafi viðræðna aldrei markmið samningsaðila að greiðslusamningnum væri ráðstafað á fjármagnsmarkaði. Lífeyrissjóðunum var aldrei ætlað að fá greiðslusamninginn til frjálsrar ráðstöfunar. Þess vegna er í bréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um ákaflega mikinn misskilning að ræða. Í samningsferlinu, var að kröfu sveitarfélaganna, samþykkt að ánafna greiðslusamninginn lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru undanskyldir greiðslu fjármagnstekjuskatts. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna kveður á um að ríkið gefi út verðtryggð skuldabréf með vöxtum sem eru þann 9. nóvember 2006 4,43%. Vextir skuldabréfanna eru breytilegir sem þýðir að sveitarfélögin eru að fá markaðsvexti á hverjum tíma. Í svari lífeyrissjóðsins er vísað til reglugerðar um tryggingafræðilegt mat á verðbréfaeign lífeyrissjóða. Þar er tilgreint að miða skuli við að vextir á skuldabréfum með breytilegum vöxtum skuli lækkaðir um 1,5% áður en þau eru núvirt. Þessari reglugerð var breytt þann 9. nóvember sl. á þann veg að við núvirðingu skuli aldrei reikna með lægri vöxtum en 3,5% og að þar með eigi fyllyrðingar lífeyrissjóðsins um afföll á skuldabréfum ekki við. Verða þessar athugasemdir borgarstjóra, ásamt svörum við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um söluna og verðmat á Landsvirkjun lagðar fram á fundi borgarráðs á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Upplýsingafulltrúi skrifstofu borgarstjóra sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem er sagt að fréttir um að Reykjavíkurborg fái minna en stóð til fyrir hlut sinn í Landsvirkjun séu rangar. Tilkynningin hljómar svo: Í viljayfirlýsingu eigenda Landsvirkjunar frá 17. febrúar 2005 um að íslenska ríkið leysti til sín eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun er tiltekið að andvirði sölunnar skuli renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum. Einnig er það sérstaklega tiltekið að greiðslurnar skuli inntar af hendi á löngum tíma. Þar af leiðandi var það frá upphafi viðræðna aldrei markmið samningsaðila að greiðslusamningnum væri ráðstafað á fjármagnsmarkaði. Lífeyrissjóðunum var aldrei ætlað að fá greiðslusamninginn til frjálsrar ráðstöfunar. Þess vegna er í bréfi Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar um ákaflega mikinn misskilning að ræða. Í samningsferlinu, var að kröfu sveitarfélaganna, samþykkt að ánafna greiðslusamninginn lífeyrissjóðunum þar sem þeir eru undanskyldir greiðslu fjármagnstekjuskatts. Samningur ríkisins og sveitarfélaganna kveður á um að ríkið gefi út verðtryggð skuldabréf með vöxtum sem eru þann 9. nóvember 2006 4,43%. Vextir skuldabréfanna eru breytilegir sem þýðir að sveitarfélögin eru að fá markaðsvexti á hverjum tíma. Í svari lífeyrissjóðsins er vísað til reglugerðar um tryggingafræðilegt mat á verðbréfaeign lífeyrissjóða. Þar er tilgreint að miða skuli við að vextir á skuldabréfum með breytilegum vöxtum skuli lækkaðir um 1,5% áður en þau eru núvirt. Þessari reglugerð var breytt þann 9. nóvember sl. á þann veg að við núvirðingu skuli aldrei reikna með lægri vöxtum en 3,5% og að þar með eigi fyllyrðingar lífeyrissjóðsins um afföll á skuldabréfum ekki við. Verða þessar athugasemdir borgarstjóra, ásamt svörum við fyrirspurnum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um söluna og verðmat á Landsvirkjun lagðar fram á fundi borgarráðs á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira