Gæslan fylgist með olíuskipi í vonskuveðri 10. nóvember 2006 17:27 Systurskip NS Pride. Svona skip fara í auknum mæli suður af landinu með olíu frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi.Skipstjóri olíuskipsins, sem er skráð í Líberíu, sagðist hafa komið að landinu til að leita skjóls fyrir sjólagi. Þegar honum var tjáð að von væri á allt að níu metra ölduhæð suður af landinu sneri hann skipinu frá landi og hélt suð-vestur um, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar yfirmanns Vaktstöðvar siglinga.Ásgrímur segir að stöðugt beri meir á olíuflutningaskipum á þessari leið, innan íslenskrar efnahagslögsögu en utan tólf mílna lögsögunnar. Landhelgisgæslan og Siglingastofnun fylgist með slíkum skipum þegar þau komi inn í AIS eftirlitskerfið, en þeim beri ekki að gera vart við sig.Ásgrímur segir að ýmislegt í framtíðarskipulagi og uppbyggingu stofnananna miði að því að geta markvisst fylgst með ferðum þessara skipa til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á. NS Pride er svo til nýtt, eitt af 23 samskonar skipum sem hafa verið smíðuð frá 2002. Fréttir Innlent Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur sent varðskip í áttina að 50 þúsund tonna olíuskipi, NS Pride, sem er í vonskuveðri suður af landinu á leiðinni frá Murmansk til New York með 25 þúsund tonna bensínfarm. Skipið kom inn í AIS eftirlitskerfi Vaktstöðvar siglinga þegar það nálgaðist suð-austurland seint í gærkvöldi.Skipstjóri olíuskipsins, sem er skráð í Líberíu, sagðist hafa komið að landinu til að leita skjóls fyrir sjólagi. Þegar honum var tjáð að von væri á allt að níu metra ölduhæð suður af landinu sneri hann skipinu frá landi og hélt suð-vestur um, að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar yfirmanns Vaktstöðvar siglinga.Ásgrímur segir að stöðugt beri meir á olíuflutningaskipum á þessari leið, innan íslenskrar efnahagslögsögu en utan tólf mílna lögsögunnar. Landhelgisgæslan og Siglingastofnun fylgist með slíkum skipum þegar þau komi inn í AIS eftirlitskerfið, en þeim beri ekki að gera vart við sig.Ásgrímur segir að ýmislegt í framtíðarskipulagi og uppbyggingu stofnananna miði að því að geta markvisst fylgst með ferðum þessara skipa til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á. NS Pride er svo til nýtt, eitt af 23 samskonar skipum sem hafa verið smíðuð frá 2002.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent