Innlent

Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum hugsanlega bönnuð

Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum verða bönnuð nái tillaga nefndar um málefnið fram að ganga. Verði tillögurnar samþykktar mun bannið taka gildi fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálastarfs í landinu hefur starfað í rúmt ár. Ein af tillögum hennar er að banna fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka eða til frambjóðenda í prófkjörum. Aðrar tillögur nefndarinnar voru meðal annars að opna bókhald flokkanna.. Nefndin mun að öllum líkindum ljúka störfum fyrir mánaðarmót EF AF breytingunum verður er reiknað er með að bannið taki gildi um áramót.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði segir hins vegar breytingarnar geta þrengt óþarflega mikið að starfsumhverfi stjórnmálaflokkanna.

Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka hafa oft verið gagnrýnd og talað um hagsmunaárekstra sem afleiðingu af þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×