Valgerður fundaði með Jústsjenkó 6. nóvember 2006 17:07 Viktor Jústsjenkó, forseti Úkraínu, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á fundi í Kænugarði. MYND/AP Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra og forseti Úkraínu hafi rætt tvíhliða samskipti landanna og áform Úkraínu varðandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og tengsl landsins við Evrópusambandið.Á fundi sínum með Borys Tarasjúk utanríkisráðherra Úkraínu fjölluðu ráðherrarnir um tvíhliða samskipti og vaxandi viðskipti landanna, auknar fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu, Atlanthafsbandalagið, samskiptin við Evrópusambandið og möguleika á auknu samstarfi EFTA og Úkraínu. Þá kynnti Valgerður Sverrisdóttir framboð Íslands til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.Fyrr um morguninn lagði Valgerður Sverrisdóttir blómsveig að minnismerki um fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu veturinn 1932-33, en þann vetur er talið að um sjö milljónir íbúa Úkraínu, eða fjórðungur þjóðarinnar, hafi dáið úr hungri í kjölfar refsiaðgerða Stalíns vegna andstöðu Úkraínumanna við áætlanir hans um samyrkjubúskap. Ráðherra ávarpaði einnig viðskiptaráðstefnu í Kænugarði, en samhliða opinberu heimsókninni fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs. Þar lýsti Valgerður yfir ánægju með vaxandi samvinnu úkraínskra og íslenskra fyrirtækja og fjallaði um mikilvægi þess að stjórnvöld komi á viðskiptasamningum til að greiða fyrirtækjum leið. Greindi ráðherra m.a. frá að tvísköttunarsamningur milli ríkjanna væri á lokastigi og að viðræður væru hafnar um gerð fjárfestingasamnings. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að utanríkisráðherra og forseti Úkraínu hafi rætt tvíhliða samskipti landanna og áform Úkraínu varðandi aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu og tengsl landsins við Evrópusambandið.Á fundi sínum með Borys Tarasjúk utanríkisráðherra Úkraínu fjölluðu ráðherrarnir um tvíhliða samskipti og vaxandi viðskipti landanna, auknar fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu, Atlanthafsbandalagið, samskiptin við Evrópusambandið og möguleika á auknu samstarfi EFTA og Úkraínu. Þá kynnti Valgerður Sverrisdóttir framboð Íslands til sætis í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.Fyrr um morguninn lagði Valgerður Sverrisdóttir blómsveig að minnismerki um fórnarlömb hungursneyðarinnar í Úkraínu veturinn 1932-33, en þann vetur er talið að um sjö milljónir íbúa Úkraínu, eða fjórðungur þjóðarinnar, hafi dáið úr hungri í kjölfar refsiaðgerða Stalíns vegna andstöðu Úkraínumanna við áætlanir hans um samyrkjubúskap. Ráðherra ávarpaði einnig viðskiptaráðstefnu í Kænugarði, en samhliða opinberu heimsókninni fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd á vegum Útflutningsráðs. Þar lýsti Valgerður yfir ánægju með vaxandi samvinnu úkraínskra og íslenskra fyrirtækja og fjallaði um mikilvægi þess að stjórnvöld komi á viðskiptasamningum til að greiða fyrirtækjum leið. Greindi ráðherra m.a. frá að tvísköttunarsamningur milli ríkjanna væri á lokastigi og að viðræður væru hafnar um gerð fjárfestingasamnings.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira