Fjölskyldu bjargað úr grjótroki 5. nóvember 2006 18:45 Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira